miðvikudagur 31. maí 2023
Byrjuðum að bera tilbúna áburðinn á í dag. Það er orðið frekar áliðið vors fyrir áburðargjöf, en fram til þessa hefur ekki viðrað eða verið færi til þess að gera neitt. Bárum á 28 ha í dag og ef veðurspáin gengur eftir, ættum við að geta haldið áfram á morgun.