þriðjudagur 9. mars 2021
Er eitthvað sameiginlegt með mjólkurframleiðslu og tölvuleikjaframleiðslu....? Já, við komumst að því í dag, að starfsfólk í þessum, mjög svo ólíku greinum, deila sameiginlegum áhuga á skepnum (og þá sérstaklega hundum) og náttúrunni.
Í dag fengum við skemmtilega heimsókn, þegar nokkrir af starfsmönnum CCP tölvuleikjaframleiðandans komu til þess að upplifa brot af "degi í lífi bónda"......!!
Að sjálfsögðu var sparisvipurinn settur upp og öllu "rusli" sópað undir teppið, þannig að gestirnir fengju nú örugglega "rétta mynd" af búskapnum.
Eins og alltaf, þá var það ungviðið sem vakti mesta lukku, en Fiðla litla kærði sig kollótta (auðvelt fyrir hana þar sem hún er kollótt...!) og hélt sinni "rútínu" eins og ekkert hafi í skorist.
Takk fyrir komuna......!!!