miðvikudagur 24. ágúst 2022
Á mánudaginn slóum við hluta af Flóðakróknum. Áformum að þurrka heyið og nota það sem undirburð í kálfa- og burðarstíur í fjósinu. Við náðum ekki að slá allan Flóðakrókinn að þessu sinni, þar sem það situr vatn á hluta af honum. Síðdegis í dag görðuðum við í þeirri von að heyið þorni frekar í görðunum en flatt, þar sem talsverður raki er í jörðinni.