föstudagur 29. mars 2024
Nú stendur yfir kynningarátak Bændasamtakanna á mikilvægi landbúnaðar, undir slagorðinu, "Enginn bóndi, enginn matur". Átakið gengur út á það, að sem flestir sendi sem víðast myndir tengdar landbúnaði, á sem flesta, undir slagorði átaksins. Við látum ekki okkar eftir liggja og setjum nokkrar myndir úr starfinu okkar með þessum pistli. Njótið og "deilið" með öðrum. Einnig er vert að minna á það, að ef ekki væri fyrir landbúnaðinn, værum við köld, svöng og EDRÚ......!