fimmtudagur 11. mars 2021
Dunduðum okkur við það í haust og vetur að gera "Bakkabúð" vatnshelda, en steypan var farin að láta verulega á sjá. Klæddum veggina með litaðri stálklæðningu og settum nýtt járn á þakið á fjárhúsinu. Eigum eftir að setja nýtt á hlöðuþakið, en planið er að gera það með vorinu. Látum fylgja með nokkrar myndir frá "framkvæmdatímanum" (svona "fyrir" og "eftir" myndir).