föstudagur 16. apríl 2021
Í dag byrjuðum við að grafa fyrir drenlögnum við Bakkabúð. Grófum líka fyrir malarpúða framan við innkeyrsludyrnar, en hugmyndin er að steypa plan framan við þær, í framhaldi af gólfplötunni.
Veðrið hefði geta verið betra, en það gekk á með skúrum og éljum á víxl.
Notuðum gröfu frá Hvanneyringunum, en hún hefur verið í vetrargeymslu hjá okkur, og var hún að "vinna" fyrir "húsaleigunni".