miðvikudagur 24. maí 2023
Síðdegis í dag, bar Laufa kvígukálfi og gáfum við henni nafnið Dóra, en það tengist formæðrum hennar, þar sem Dóra var langamma hennar. Enn lengra aftur má finna Móru í ættartrénu, en hún er sú kýr sem hefur mælst með mesta mjólkurflæði hjá okkur, 7,6kg/mín. Móra (langalangaamma) var undan Sædísi og Sprota 95036. Látum þetta duga af ættfræði að sinni...!!!