fimmtudagur 25. febrúar 2021
í gær bar Myrká nautkálfi undan Draumi, sem er einn af Aberdeen Angus nautunum sem eiga að bjarga nautakjötsframleiðslunni í landinu. Þar sem kálfurinn er samstarfsverkefni Káraness ehf og Félagsbúsins á Hálsi lá beint við að hann fengi nafnið DODDI. Móður og kálfi heilsast vel.....!
Þetta er fyrsti holdablendingurinn sem fæðist í nýja fjósinu í Káranesi.
Að sjálfsögðu þarf að þrífa andlitið vel þegar "matartíminn" er búinn, en "fóstran" stendur sig vel í því......!