miðvikudagur 21. apríl 2021
Það má kannski segja að fyrirsögnin sé mótsögn, en í morgun mætti Högni "snyrtifræðingur" frá Ósi í Bolungarvík, til þess að snyrta klaufir kúnna hjá okkur. Í það minnsta er ég nokkuð vissum að kýrnar hafi ekki upplifað meðferðina sem eitthvert dekur og sennilega viljað sleppa þessu "rugli" ef þær hefðu fengið að ráða.
En slagurinn var tekinn og gekk vel... - 256 klaufir snyrtar. Skömmu eftir að snyrtingunni lauk, var komin sama kyrrðin yfir þessar elskur aftur og þær létu eins og ekkert hefði í skorist.