föstudagur 7. maí 2021
Í dag byrjuðum við að plægja. Planið er að plægja rúmlega 10 ha í þessari lotu. Þetta er loka áfanginn í þeim breytingum á túnum, sem við höfum unnið að á síðustu árum. Vonumst til að geta lokað flögunum í lok næstu viku. Læt fylgja með nokkrar myndir sem voru teknar í dag.