fimmtudagur 10. nóvember 2022
Í dag heimsóttum við menningarsetur innfæddra í Brisbane. Þar fengum við að kynnast menningu þeirra, m.a. sérstöku blásturshljóðfæri, sem þeir smíða úr trjágreinum eða litlum trjábolum. Einnig útskýrðu þeir fyrir okkur hvaða merkingu málningin, sem þeir bera á líkama sinn, hefur. Allt tengt náttúrunni með einum eða öðrum hætti.