miðvikudagur 10. maí 2023
Síðast liðið haust var fjarlægt sumarhús sem stóð í Fauskanesinu, við hlið Árness (sjá frétt frá 13. september 2022). Þessa dagana erum við að vinna upp Nesið og hluti af þeirri vinnu er að jafna lóðina og sameina hana túninu. Á meðfylgjandi myndum má sjá "nýtt útlit".