mánudagur 28. ágúst 2023
Í dag bar Ariel kvígukálfi norðan við Kelduna. Kálfinum gáfum við nafnið Belinda, en það er eitt af tunglum Úranusar. Langafi Belindu hét Úranus, þannig að okkur fannst nafnið vera við hæfi.
Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig Metta tók völdin á svæðinu og taldi sig betri móður en Ariel, enda eldri og tveimur kálfum ríkari. Ariel stendur fyrir aftan og fylgist með.
Á hinni myndinni er Belinda komin um borð í "hagavagninn" á leiðinni heim í fjós. Vagnstjórinn að "tékka" á "tímaplaninu" áður en lagt er af stað.