mánudagur 1. janúar 2024
Um áramót er farið yfir farin veg og spádómar um framtíðina birtir. Þessum tímamótum er fagnað af lang flestum með ýmsum hætti. Það sem flestir verða varir við er flugeldanotkunin.
Eins og gengur, fer "skothríðin" ekki vel í alla og eru það einkum málleysingar sem þola lætin illa, hafa lítin skilning á hávaða og ljósadýrð sem fylgir þessum athöfnum mannsins.
Til þess að tryggja "öryggi" útigangsins hér í Káranesi, var brugðið á það ráð að taka hrossin inn í fjós og bjóða þeim "gistingu" í annarri sjúkrastíunni yfir áramótin, en sjúkrastíunar hafa ekki verið notaðar í nokkrar vikur. Það er reyndar að fara að breytast, þar sem 8 burðir eru áætlaðir í janúar.
Við óskum gestum síðunnar gleðilegs árs og þökkum "samskiptin" á árinu 2023.