mánudagur 25. september 2023
S.l. nótt bar Snotra kvígukálfi, sem við gáfum nafnið Andrea og fékk hún númerið 1400. Hún er hvít, rauðbaugótt með lítinn bröndóttan blett á mölunum. Á meðfylgjandi myndum má sjá Andreu taka "fyrsta sopann" hjá mömmu sinni, en broddmjólkin er nýfæddum kálfum lífsnauðsynleg, þar sem hún "startar" ónæmiskerfinu og inniheldur þar að auki öll þau vítamín og snefilefni sem nýfæddur kálfur þarf á að halda.