sunnudagur 28. mars 2021
Það er frekar sjaldgæft að kýr beri tveimur kálfum og enn sjaldnar að það gerist með nokkura daga millibili á sama bænum. En við sögðum frá því að Urður bar tvíkelfingum á föstudaginn.
Snemma í morgun bar Rúmba tveimur nautkálfum. Óvenju langur tími leið milli kálfanna og því miður kom seinni kálfurinn dauður. Sá sem lifir fékk nafnið Tangó, en mamma hans er undan Valsi.