fimmtudagur 27. janúar 2022
Það er ekki sÃður gaman að skoða ættfræði kúnna eins og mannfólksins.Â
Það gerðist á dögunum að mjólkurflæðimet sem Móra 135 setti á fyrstu árum okkar à nýja fjósinu, var jafnað á dögunum. Gildin fyrir mjólkurflæði eru mismunandi milli mjaltakerfa, en tölurnar hjá okkur koma frá lely mjaltaþjóni og eru gildin mæld sem kg mjólkur á mÃnútu .Â
Met Móru var 6 kg/mÃn (meðalflæði), en hæsta gildi fyrir hámarksflæði sáum við fara à 8 kg/mÃn. Â
Eins og fyrr sagði, þá var þetta met jafnað nú à janúar og það var Rúbla Úranusardóttir sem náði þessu. Móðir Rúblu hét Svetlana og var Boltadóttir.
Þegar okkur var þessi staðreynd ljós, fórum við að kann hvort Móra ætti einhverja afkomendur à fjósinu. Þá kom à ljós, að við eigum eina kú og eina kvÃgu sem eru afkomendur Móru. Læt "ættartréð" fylgja:
Móra 135 Sprotadóttir, Dóra 174 StÃgsdóttir, Klóra315 Kappadóttir, Laufa 660 Bambadóttir (er á lÃfi) og Móra 1123 Hælsdóttir. Þetta er beinn kvennleggur og þegar við komumst að þessu, þá breyttum við nafninu á kálfinum à Móra...!!Â
Nú er bara að vona að Móra haldi upp heiðri langalangömmu sinnar.......!!