laugardagur 20. mars 2021
Í gær var aðalfundur SS (Sláturfélags Suðurlands) haldinn í Goðalandi í Fljótshlíð. Á fundinn voru mættir um 80 fulltrúar úr deildum félagsins ásamt nokkrum gestum. Fundurinn var með hefðbundnu sniði, en tvö atriði vöktu athygli.
Nokkur umræða hefur verið á liðnum misserum um kjötinnflutning sem SS er talið standa fyrir. Á vefsíðu SS eru upplýsingar um kjötinnflutning á vegum félagsins og kom þar margt á óvart þegar staðreyndir málsins voru skoðaðar.
Á árinu 2020 flutti SS inn 135 t af svínakjöti, mest síður og seldi undir merki Búrfells. Það var um 3% af heildar innflutningi á kjötvörum 2020.
Allar vörur seldar undir merki SS, eru unnar úr íslensku kjöti.
Reykjagarður, dótturfélag SS, flutti inn 48 t af alifuglakjöti (ákveðna skrokkhluta), sem er u.þ.b. 2% af framleiðslu þeirra.
Annað sem vekur undrun, er að á nokkrum vöruflokkum SS, var verð til viðskiptavina lækkað um 15%. Þeirri lækkun var ekki skilað til viðskiptavina smásöluverslunar (neytenda). Væri fróðlegt að fá "útskýringu" á því. Væntanlega er ekki hægt að "skýla" sér á bakvið "gengisþróun".....?