þriðjudagur 6. júní 2023
Það er að ýmsu að hyggja þegar unnið er í flögum. Síðustu daga höfum við verið að vinna í Nesinu, við að tæta, sá og valta. Öll þessi "læti" trufluðu ekki mófuglana, því tjaldurinn verpti í plógstrengina meðan á þessu ati stóð. Nú voru góð ráð dýr... - en við brugðum á það ráð að færa eggin eftir því sem vinnunni miðaði og þegar öllu var lokið, virtist tjaldurinn sáttur og lá hin rólegasti á þegar vélagnýrinn þagnaði. Vonandi tekst honum að unga út og koma þeim á legg.