þriðjudagur 16. mars 2021
Það er í mörg horn að líta og að mörgu að hyggja í búskapnum. Skvetta bar kvígukálfi sem fékk nafnið Fit og það bættist við verkefnalistann að sinna henni meðan hún fær broddmjólkina. Þegar broddmjólkin er búin, fer Fit á "leikskóladeildina", þar sem henni er sinnt af "fóstru". Í morgun barst óvæntur liðsauki í fjósverkin, þegar Hannes "tók að sér" að gefa Fit morgunskammtinn og Elín "klæddi" sig upp og aðstoðaði Daníel við mjaltir og gjafir.