fimmtudagur 28. september 2023
Nú er heyskap lokið þetta árið og þá er næsta verk að ganga frá heyvinnutækjum í vetrargeymslu. Hluti af því er að þrífa tækin hátt og lágt, smyrja og yfirfara þannig að allt verði tilbúið fyrir næsta sumar. Á meðfylgjandi mynd má sjá "forstjórann" fara á kostum við þrif á sláttuvélunum.