Áburður
þriðjudagur 11. maí 2021
Í gær var tilbúni áburðurinn fluttur til okkar frá Akranesi. Setti allt inn í hlöðu. Byrjuðum að bera á síðdegis í dag og var búinn með rúma 16 ha í kvöld. Reynum að klára á morgun, nema flögin, það verður að bíða þar til búið er að loka þeim.