sunnudagur 6. nóvember 2022
Í dag sigldum við fram hjá Willis island (Willis eyju), sem er tæplega 500 km af norðaustur strönd Ástralíu. Á eyjunni er mönnuð veðurstöð (fjórir starfsmenn). Þeir sem eru þar núna, eru ný komnir og verða fram í apríl, einangraðir frá umheiminum, nema í gegnum fjarskiptatæki (spennandi). Eyjan er tæpir 8 ha að stærð og er hæsti punkturinn á stóru rifi, sem umlykur hana (hæðsti punktur 9 m y.s.)