miðvikudagur 12. júlí 2023
Í dag fórum við í hálfsdags "sumarfrí", brugðum undir okkur betri fætinum og héldum upp á Langjökul. Þar skoðuðum við ísgöngin á samt hópi af erlendum ferðamönnum (vorum einu íslendingarnir í hópnum.....!!). Göngin eru mikið mannvirki og magnað að geta skoðað "sögu" jökulsins.